Saturday, February 15, 2003

Annars er bara það af mér að segja að ég er á fullu í námskeiðskennslu. Hóf eitt í dag, byrjendarnámskeið í ensku. Gekk bara mjög vel, er alltaf að finna það betur og betur hversu vel kennslan á við mig :-) Það er bara gaman að þessu :-) !Hefði aldrei dottið það í hug fyrir rúmlega fjórum árum..en jæja.. lífið er fullt af óvæntum uppákomum. Annars er ég að velta fyrir mér að svissa yfir í ensku þar sem að það eru jú allir sem ég þekki sem geta talað og skrifað ensku á meðan að ekki eins margir ráða við íslenskuna..þarf aðeins að hugleiða þetta betur...Kannske ;-) ef það eru einhverjir þarna úti sem lesa þetta í raun..þá að gefa mér ykkar álit á tungumáladæminu? (he he ég er að sjálfsögðu bara að athuga hvort ég seí hér ein eða...humm ;-) Já, ég setti inn fullt af myndum frá því um verslunarmannahelgina, á eftir að ákveða hvort að tvær þeirra fái að vera til frambúðar...efa það einhvernevegin ;-) J´ja nóg í bili, smá fikt í viðbót og svo rúmmið....Hei ég fékk eitt Valentínusarkort :-) Frá ungum afar myndarlegum karlkyns einstakling...því miður dregur smá úr spennunni þegar ég hugsa til þess að það eru átta ár þar til hann kemst á lög aldur ;-) en sætt samt :-) Góða nótt frá fiktaranum frá fumbli

0 Comments:

Post a Comment

<< Home