Sunday, November 02, 2003


Föstudagssvör Háskóla Íslands rokka feitt !!



Hver er hornasumma einhyrnings?

Hvernig er hægt að veiða eitthvað með þráðlausu neti?

"Aðferðin til að veiða tölvunörda felur í sér að egna gildru með því að nefna orð á borð við háhraðatengingu, gagnaflutning og gígabæti. Síðan er nördinum hreinlega sagt frá netinu en tölvunördar þyrpast að þráðlausu neti eins og flugur að sykurmola (eða skítaskán, eftir atvikum). Þetta er mjög heiðarleg og hreinskilnisleg veiðiaðferð þar sem engin tilraun er gerð til að fela veiðitækið fyrir fórnarlambinu. Hafi fólk ekki yfir þráðlausu neti að ráða má reyna önnur og ófullkomnari veiðitæki eins og sælgæti eða kaffi, sem margir tölvunördar eru sólgnir í."

Til hvers eru undirskálar?

"Án undirskála hefðu enskumælandi þjóðir ekki getað fundið hentugt nafn á fljúgandi diska sem nefnast auðvitað flying saucers. Fólk sem dundar sér við að safna undirskálum hefði ekkert að gera og mundi kannski leiðast út í afbrot. Postulínssalar byggju við bágari kjör þar sem þeir gætu aðeins selt fólki bolla, diska og sósuskálar."

Hvar finnur maður helgan stein og hvernig sest maður í hann?

"Maður byrjar á því að fá her manns til að stela öllu steini léttara. Þá eru aðeins eftir steinar og það sem er þaðan af þyngra en þó gæti legið fiskur undir steini á stöku stað. Helga eða heilaga steininn má síðan finna með því að berja höfðinu við steininn, það er að segja alla steinana þar til sá rétti finnst. Rétt er að gæta þess að ekki standi steinn yfir steini á því svæði sem búið er að leita á."

0 Comments:

Post a Comment

<< Home